Gott gengi Hengilsfólks á Crossfitleikunum

Crossfitleikar Þrekmótaraðarinnar fóru fram á Korputorgi um síðustu helgi. Rúmlega 500 keppendur tóku þátt í mótinu og átti Crossfit Hengill í Hveragerði hvorki fleiri né færri en 47 keppendur og stóran hluta áhorfendastúkunnar.

Crossfittararnir úr Hengli náði líka góðum árangri. Team Titanium landaði 3. sæti í opnum flokki, Team Lionessur varð í 3. sæti í 39+ og 5. sæti í opnum flokki og Anna Guðrún Halldórsdóttir og dömurnar í Fabjúlous Five úr Crossfit Hafnarfirði unnu 39+ flokkinn. Bjöggi og Böðlarnir voru svo hársbreidd frá 3. sætinu í opna karlaflokknum en enduðu í 4. sæti

Í liði Lionessa voru Rúna Einarsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Bergdís Saga Gunnarsdóttir og Elín Jóhannsdóttir.

Team Titanium skipuðu þær Dagrún Ösp Össurardóttir, Eygló Hansdóttir, Auður Elísabet Guðjónsdóttir, Sigrún Björk Jónínudóttir og Tinna Rán Sölvadóttir.

Í liði Bjögga og böðlanna voru þeir Bragi Bjarnason, Heiðar Ingi Heiðarsson, Snorri Þorvaldsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Gunnar Ingi Þorsteinsson.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinHelga Kristín: Samstarf skóla á Laugarvatni