Gonzalo Zamorano í Selfoss

Zamorano í leik Selfoss og ÍBV á Selfossvelli í sumar, þar sem hann skoraði eitt mark í 1-4 sigri ÍBV. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gonzalo Zamorano, 26 ára gamall Spánverji, er genginn til liðs við knattspyrnudeild Selfoss og gerir tveggja ára samning við félagið.

Gonzalo kemur til liðsins frá ÍBV þar sem hann spilaði í sumar. Hann hefur einnig leikið fyrir ÍA, Víking Ólafsvík og Huginn á Íslandi.

„Ég er hrikalega ánægður með það að vera kominn á Selfoss. Ég er búin að tala við fólk í kringum mig sem þekkir klúbbinn vel og það töluðu allir vel um staðinn og liðið. Aðstæðurnar á Selfossi eru frábærar og ég vona að ég nái að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum,” sagði Gonzalo við undirskriftina.

Gonzalo getur leyst stöðu kantmanns og framherja. Hann hefur nú þegar hafið undirbúningstímabilið úti á Spáni en hann er væntanlegur til landsins á nýju ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinSöfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið í bleiku boði
Næsta greinÓskar Freyr og Hrafnkell Íslandsmeistarar