Golf á gamlársdag

Þrátt fyrir að nú sé hávetur njóta kylfingar veðurblíðunnar en að minnsta kosti þrjú golfmót fara fram á Suðurlandi í dag.

Árleg mót á gamlársdag hafa verið haldin á Flúðum, Hellu og Selfossi um nokkurra ára skeið. Veturinn hefur verið mildur og því er ástand vallanna yfirleitt ágætt og góðar aðstæður til að spila golf.

Vel var mætt á Áramót Golfklúbbs Selfoss sem hófst núna eftir hádegi en þar voru 25 kylfingar mættir til leiks.