Góður útisigur Selfyssinga

Kvennalið Selfoss var tveimur stigum frá því að tryggja sér sæti í Olísdeildinni á nýjan leik. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan útisigur á Fylki í Grill 66 deild kvenna í handbolta í kvöld, 19-23.

Selfoss hafði góð tök á leiknum allan tímann. Staðan var 9-13 í leikhléi, en Selfoss náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleik, 11-18.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 6/3, Agnes Sigurðardóttir, Katla Björg Ómarsdóttir og Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2 og þær Hólmfríður Arna Steinsdóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu allar 1 mark.

Henriette Østergård varði 12 skot í marki Selfoss og var með 38% markvörslu.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Fylkir er í 11. sæti með 6 stig.

Fyrri greinEva María með mótsmet – Fimm HSK met slegin
Næsta greinPeningum stolið úr bíl við Gullfoss