Góður sigur Selfyssinga

Katla Björg Ómarsdóttir skoraði 5 mörk í leiknum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á ÍR í Grill 66 deild kvenna í handbolta í kvöld, 24-22, í Hleðsluhöllinni.

Liðin eru að berjast í efri hluta deildarinnar og því voru stigin Selfyssingum mikilvæg. Þær vínrauðu voru skrefinu á undan stærstan hluta leiksins en munurinn var aldrei mikill. Staðan í hálfleik var 13-11.

Seinni hálfleikurinn spilaðist svipað og sá fyrri. Selfoss hélt forskotinu og vann að lokum tveggja marka sigur.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7/3 mörk, Katla María Magnúsdóttir skoraði 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2 og Rakel Guðjónsdóttir 1.

Henriette Østergård varði 8 skot í marki Selfoss og var með 26% markvörslu.

Selfoss er því áfram í 3. sæti með 24 stig en ÍR í 5. sæti með 17 stig.

Fyrri greinSjö marka tap í Suðurlandsslagnum
Næsta greinÞórsarar sterkir á lokakaflanum