Góður sigur Selfyssinga

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í handbolta lyfti sér upp í 2. sætið í 1. deildinni í dag með góðum útisigri á Gróttu, 27-31.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og eitt mark skildi liðin að í leikhléi, 14-15. Selfyssingar voru sterkari í síðari hálfleiknum og unnu að lokum fjögurra marka sigur.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Roberta Stropus skoraði 8, Emilía Ýr Kjartansdóttir 6, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Kristín Una Hólmarsdóttir 3 og Tinna Soffía Traustadóttir 1.

Selfoss jafnaði FH að stigum með sigrinum, liðin hafa bæði 6 stig en FH er með mun betra markahlutfall.

Fyrri greinSelfoss úr leik í Evrópubikarnum
Næsta greinMikilvægt framfaraskref fyrir byggðina í Hornafirði