Góður sigur í Vestmannaeyjum

Elín Krista skoraði fjögur mörk fyrir Selfoss og átti hörkuleik í vörninni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á ÍBV-u á útivelli í Vestmannaeyjum í Grill 66 deildinni í handbolta í dag, 25-28.

Selfoss hafði frumkvæðið framan af leiknum og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-14.

Leikurinn var spennandi og skemmtilegur í seinni hálfleik, ÍBV jafnaði 25-25 þegar fimm mínútur voru eftir en Selfoss skoraði þrjú síðustu mörkin og sigldi heim með bæði stigin.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10/2 mörk og 9 stoðsendingar, Agnes SIgurðardóttir skoraði 6 mörk og var með 100% skotnýtingu, Katla Björg Ómarsdóttir skoraði 5 mörk, Elín Krista Sigurðardóttir 4 auk þess sem hún var sterk í vörinni með 10 brotin fríköst. Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 2 mörk og Rakel Guðjónsdóttir 1.

Henriette Östergård átti enn einn prýðisleikinn í marki Selfoss, varði 17 skot og var með 40% markvörslu.

Selfoss er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig og mætir næst FH á útivelli í föstudaginn. FH er í 2. sæti deildarinnar með 31 stig.

Fyrri greinÆgir fékk skell í Lengjunni
Næsta grein„Áætlum að selja um 12 þúsund bollur“