Góður sigur í hörkuleik á Akureyri

Óðinn Freyr og Kristijan léku vel í dag. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss vann góðan sigur á Þór Akureyri í hörkuleik í 1. deild karla í körfubolta fyrir norðan í kvöld, 75-81.

Selfoss náði undirtökunum snemma í 1. leikhluta og leiddi fram að leikhléi, 37-42 í hálfleik. Þór minnkaði muninn í tvö stig í upphafi seinni hálfleik en þá tóku Selfyssingar á rás og juku forskotið í ellefu stig, 42-63.

Selfyssingar náðu að halda Þórsurum í skefjum eftir það, heimamenn minnkuðu muninn í þrjú stig þegar tvær og hálf mínúta var eftir en þá skoruðu Selfyssingar sex stig í röð og tryggðu sér sigurinn.

Kristijan Vladovic var stigahæstur Selfyssinga með 19 stig, Fjölnir Morthens skoraði 17 og Óðinn Freyr Árnason 15 en Collin Pryor var framlagshæstur með 13 stig og 11 fráköst.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 10 stig en Þór Ak í 10. sæti með 4 stig.

Þór Ak.-Selfoss 75-81 (16-22, 21-20, 17-21, 21-18)
Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 19/8 stoðsendingar, Fjölnir Morthens 17/5 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 15/4 fráköst, Collin Pryor 13/11 fráköst/5 stolnir, Ari Hrannar Bjarmason 10/4 fráköst, Steven Lyles 5, Gísli Steinn Hjaltason 2.

Fyrri greinToppliðið sýndi tilþrif fyrir norðan
Næsta greinVel sótt útgáfuhóf Ljóðakistunnar