Góður sigur í Grafarvoginum

Emil Karel Einarsson skoraði 16 stig og tók 6 fráköst í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Fjölni í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 83-91 á útivelli í Grafarvogi.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta stungu Þórsarar af, spiluðu frábærlega í vörn og sókn og voru komnir í 34-48 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og undir lokin náðu Fjölnismenn að þjarma aðeins að Þórsurum en bilið var of breitt og Þór fagnaði sigri.

Eftir leiki kvöldsins er Þór í 8. sæti deildarinnar með 6 stig en Fjölnir er í 11. sæti með 2 stig.

Tölfræði Þórs: Vincent Bailey 21/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 19/7 fráköst, Halldór Hermannsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Butorac 17/7 fráköst, Marko Bakovic 12/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Ragnar Örn Bragason 2.

Fyrri greinValdimar ráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar
Næsta greinGul viðvörun: Stormur fram á nótt