Góður haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn í Selinu í gær, miðvikudag. Á meðfylgjandi mynd má sjá fundarfólk sem sótti fundinn.

Á fundinum voru fjölmörg mál rætt, m.a. var rætt um mótahald HSK og dagsetningar mótanna í vetur, m.t.t. mótahalds FRÍ.

Fram kom á fundinum að stærsta einstaka verkefni ráðsins á komandi ári verður framkvæmd Meistaramóts Íslands 11 – 14 ára utanhúss, en mótið verður haldið á Selfossi 24. og 25. júní nk.

Fyrri greinFramkvæmdir á Ási aftur í útboð
Næsta greinBiskupinn heimsækir Skálholtsprestakall