Ægismenn unnu öruggan sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.
Þeir gulu voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleiknum, Haukar stýrðu umferðinni en tókst ekki að skora. Jordan Adeyemo kom Ægi hins vegar í forystu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 0-1 í leikhléi.
Haukar voru meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks en þegar tuttugu mínútur lifðu leiks tóku Ægismenn leikinn yfir og kláruðu sannfærandi með 4-0 sigri. Sigurður Óli Guðjónsson skoraði á 70. mínútu og á eftir fylgdu mörk frá Jordan Adeyemo og Elvari Orra Sigurbjörnssyni.
Ægir er í toppsæti deildarinnar með 35 stig og öruggt forskot á næstu lið fyrir neðan.

