Góðar fréttir af Robertu

Roberta Stropé. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Betur fór en áhorfðist hjá Robertu Stropé, handknattleikskonunni öflugu hjá Selfossi en óttast var að hún hefði slitið krossband í hné í leik Selfoss og Vals á dögunum.

„Eftir gamgæfilegar rannsóknir hefur verið staðfest að krossbandið er í lagi. Það er mikill léttir fyrir alla,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við handbolti.is í gær.

„Ég vonast til að Roberta geti leikið með okkur á nýjan leik eftir fjórar til sex vikur þegar hún hefur jafnað sig og þar með hjálpað okkur á lokaspretti tímabilsins,“ segir Eyþór.

Í frétt handbolti.is kemur einnig fram að ekki sé loku fyrir það skotið að unglingalandsliðskonan Tinna Sigurrós Traustadóttir geti bæst í hópinn hjá Selfossliðinu undir lok tímabilsins. Tinna hefur meira og minna verið úr leik allt keppnistímabilið, framan af vegna höfuðhöggs en síðan vegna meiðsla í baki.

Frétt handbolti.is

Fyrri greinHamarsmenn komnir í undanúrslit
Næsta grein„Afskaplega stolt af þessari niðurstöðu“