Góð tilþrif á vormóti

Alexander Kuc varð í 2. sæti í -66 kg flokki. Ljósmynd/UMFS

Keppendur frá Umf. Selfoss sýndu góð tilþrif og unnu til verðlauna í þremur flokkum þegar Vormót JSÍ fullorðinna í júdó fór fram í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur þann 20. mars sl.

Böðvar Arnarsson varð í 2. sæti í -90 kg flokki, Jakub Tomczyk varð í 3. sæti í -73 kg flokki, Alexander Kuc varð í 2. sæti í -66 kg flokki og í sama flokki varð Vésteinn Bjarnason í 4. sæti.

Jakub Tomczyk (annar frá hægri) varð í 3. sæti í -73 kg flokki. Ljósmynd/UMFS
Fyrri greinSelfyssingar unnu fjölda verðlauna
Næsta greinÞórsarar héraðsmeistarar í skák