Góð stemning á héraðsmóti í golfi fatlaðra

Keppendur og þjálfarar á héraðsmóti í golfi. Ljósmynd/Aðsend

Héraðsmót í golfi fatlaðra fór fram 4. ágúst síðastliðinn á golfvellinum við Hótel Örk í Hveragerði.

Mótið gekk vel og fór fram í blíðskaparveðri en keppendur voru átta talsins.

Úrslitin urðu þau að í karlaflokki sigraði Árni Bárðarson, Reynir Arnar Ingólfsson varð í 2. sæti og Bjarni Friðrik Ófeigsson í því þriðja.

Í kvennaflokki sigraði Telma Þöll Þorbjörnsdóttir og María Sigurjónsdóttir varð í 2. sæti.

Fyrri greinÁgallar á nýju brúnni seinka opnun hennar
Næsta greinDramatík í uppbótartíma