Góð mörk og hreint lak hjá Ægi og Hamri

Atli Þór Jónasson skoraði tvisvar fyrir Hamar í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Hamar unnu örugga sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Ægir leikur í B-deildinni en Hamar í C-deildinni.

Ægir vann Reyni Sandgerði 2-0 þegar liðin mættust á Leiknisvellinum í Breiðholti í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en Andi Morina kom Ægi yfir á þriðju mínútu seinni hálfleiks. Þorkell Þráinsson bætti við öðru marki fyrir Ægi um miðjan seinni hálfleikinn og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

Hamar vann öruggan sigur á Skallagrími þegar liðin mættust í Akraneshöllinni í dag. Atli Þór Jónasson kom Hamri yfir á 15. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Sigurður Ísak Ævarsson og Atli Þór bættu svo við tveimur mörkum fyrir Hamar með þriggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 0-3.

Fyrri greinHamar vann toppslaginn
Næsta greinTiffany Sornpao í Selfoss