Góð þátttaka í Kvennahlaupinu

Fjöldi kvenna hljóp í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á Selfossi í dag, eins og um allt land.

Hlaupið er á tuttugu stöðum á öllu Suðurlandi í dag. Á Selfossi hljóp á þriðja hundrað kvenna á öllum aldri en hlaupnar voru þrjár vegalengdir.

Að loknu hlaupi fengu þátttakendur verðlaunapening og boð í pylsuveislu auk þess sem frítt er í sund fyrir hlauparana.

Fyrri greinSló til sjúkraflutningamanns
Næsta greinMikilvæg stig á Húsavík