Góð þátttaka í Halldórsmótinu

Hið árlega Halldórsmót í skák var haldið á dögunum í Flúðaskóla. Mótið er haldið til minningar um Halldór Gestsson sem var húsvörður í skólanum til fjölda ára og mikill skákáhugamaður.

Keppt var í tveimur flokkum, 3.-7. bekk og 8.-10. bekk og tefldi hver þátttakandi sjö skákir. 77% nemenda í 3.-10. bekk tók þátt í mótinu. Öllum nemendum og starfsfólki var boðið uppá vöfflur að hætti Halldórs meðan á móti stóð.

Sigurvegari í eldri flokki var Elís Arnar Jónsson, 8. bekk. en í yngri flokki Nói Mar Jónsson, 6. bekk og fengu þeir afhentan farandbikar, sem foreldrafélag Flúðaskóla gaf, ásamt verðlaunapeningi.

Árni Þór Hilmarsson, kennari hafði veg og vanda af skipulagningu mótsins en Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri sá um verðlaunaafhendingu.

Verðlaunahafar í yngri flokki:
1. sæti Nói Mar Jónsson,
2. sæti Filip Jan Jozefik
3. sæti Anton Gunnlaugur Óskarsson

Eldri flokkur:
1. sæti Elís Arnar Jónsson
2. sæti Valgeir Bragi Þórarinsson
3. sæti Kjartan Helgason

Fyrri greinRetRoBot komst áfram
Næsta greinFræðslufundur um skátastarf