Góður sigur Selfyssinga í Hafnarfirði

Selfoss vann góðan útisigur á Haukum í N1-deild kvenna í handbolta í dag, 25-27. Selfoss er áfram í 9. sæti deildarinnar en minnkaði bilið í Haukana niður í tvö stig.

Haukar höfðu yfir í hálfleik, 11-10, en Selfyssingar voru sterkari í síðari hálfleik.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Tinna Soffía Traustadóttir voru markahæstar Selfyssinga með 6 mörk, Carmen Palamariu skoraði 5, Hildur Øder Einarsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir 3 og þær Kristún Steinþórsdóttir og Kara Rún Árnadóttir skoruðu báðar 2 mörk.

Fyrri greinListi Samfylkingarinnar tilbúinn
Næsta greinVindmyllurnar vandmeðfarnar