Góður sigur hjá Hamri

Hamarsmenn eru komnir upp undir miðja deild í 2. deild karla í knattspyrnu eftir 1-3 sigur á KS/Leiftri á Siglufirði í dag.

Axel Ingi Magnússon skoraði tvívegis fyrir Hamar í dag en hann er nú kominn með tólf mörk í deildinni. Alexandre Tselichtchev kom Hamri í 0-2 en Þórður Birgisson klóraði í bakkann fyrir KS/Leiftur áður en Axel skoraði þriðja mark liðsins.

Hamar er nú komið í 7. sæti deildarinnar og gætu híft sig upp í 6. sætið í lokaumferðinni nk. laugardag með hagstæðum úrslitum.