Góður sigur hjá Hamri

Hamar situr í 2. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á KF á Grýluvelli í dag.

Hamar komst í 2-0 með mörkum frá Ágústi Örlaugi Magnússyni og Ragnari Valberg Sigurjónssyni, sem skoraði þriðja leikinn í röð fyrir Hamar.

KF kom til baka og minnkaði muninn í 2-1 og það urðu lokatölur leiksins.