Góður sigur á Gróttu

Karlalið Selfoss í handbolta gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í gærkvöldi þegar þeir höfðu betur gegn Gróttu í 1. deildinni, 20-23.

Selfoss átti frekar slaka byrjun og lenti 6-1 undir en þá hrukku þeir vínrauðu í gang og minnkuðu muninn í 6-5 en náðu þó aldrei að komast yfir í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Gróttu.

Selfyssingar byrjuðu vel í seinni hálfleik, og komust fljótlega yfir 14-15 og höfðu í kjölfarið góð tök á leiknum allt til leiksloka.

Markahæstir í liði Selfoss voru Atli Kristinsson með fimm mörk og Sverrir Pálsson með fjögur mörk.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Grótta í því 4. með 17 stig.

Næsti leikur Selfoss er á heimavelli á mánudagskvöld kl. 20. Þá tekur liðið á móti úrvalsdeildarliði ÍR í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins.

Umfjöllun um leikinn á umfs.is