Góður heimasigur hjá Hamri

Karlalið Hamars vann góðan sigur á Íþróttafélagi Grindavíkur í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar vann 92-77 og fór upp fyrir ÍG á töflunni.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 48-29. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik og gestirnir náðu að saxa á forskotið undir lokin.

Louie Kirkman var stigahæstur Hvergerðinga með 17 stig, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 15, Emil Þorvaldsson 14, Lárus Jónsson 13 og Ragnar Nathanaelsson skoraði 11 stig.