Gnúpverjar úr leik í bikarnum

Ungmennafélag Gnúpverja er úr leik í Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu eftir 0-2 tap gegn Þrótti Vogum á ÍR-vellinum í dag.

Leikurinn var markalaus í venjulegum leiktíma en Þróttarar skoruðu tvö mörk í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn.

Lið Gnúpverja var skipað leikmönnum utandeildarliðsins SÁÁ, sem hefur fengið að nota nafn Gnúpverja í keppninni undanfarin ár.