Gnúpverjar fengu skell

Keppní í Borgunarbikarnum í knattspyrnu hófst í gærkvöldi þegar Gnúpverjar fengu stóran skell í leik gegn Elliða, 1-9, á gervigrasvelli Víkings.

Það er utandeildarliðið Skellur sem fékk nafn Ungmennafélags Gnúpverja að láni í bikarkeppninni í ár en andstæðingurinn, Elliði, er nýliði í 4. deildinni.

Elliði komst í 0-3 í fyrri hálfleik og þeir bættu svo við fjórða markinu á 55. mínútu. Fjórum mínútum síðar minnkaði Einar Sigurðsson muninn í 1-4 fyrir Gnúpverja. Allt kom fyrir ekki og Elliði bætti við fimm mörkum á síðasta hálftímanum.

Næstu leikir sunnlensku liðanna í Borgunarbikarnum eru á föstudagskvöld þegar Árborg heimsækir Hvíta riddarann að Varmá. Á laugardag fær KFR Létti í heimsókn, Ægir tekur á móti KB, Hamar heimsækir Ísbjörninn og Stokkseyri sækir Hómer heim.

Fyrri greinGraffití og strætislist í Listasafninu
Næsta greinÆgi spáð 10. sæti