Glogovac í Ægi

Knattspyrnulið Ægis í Þorlákshöfn hefur fengið góðan liðsstyrk en varnarmaðurinn reyndi Milos Glogovac er genginn í raðir félagsins.

Ægismenn leika í 2. deild karla en þeir höfnuðu í 10. sæti síðasta sumar á sínu fyrsta ári í deildinni um langt skeið.

Milos verður 34 ára á árinu og kemur frá KF sem féll úr 1. deildinni í fyrra. Hann hefur leikið fyrir KF síðan 2011 og var valinn í lið ársins í 2. deild 2012.

Hann hefur leikið á Íslandi síðan 2005 þegar hann var með Víkingi Reykjavík en hann lék meðal annars með liðinu í efstu deild.

fotbolti.net greindi frá þessu.

Fyrri greinÞórsarar upp í 3. sætið
Næsta greinSindri skrifaði undir hjá Esbjerg