Glæsimörk í góðum sigri Selfoss

Barbára Sól Gísladóttir skoraði þriðja mark Selfoss. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Selfoss lyfti sér upp í 2. sæti Bestu deildarinnar með öruggum 3-1 sigri á KR á heimavelli í kvöld.

Leikurinn var tíðindalítill allt fram á 16. mínútu að Miranda Nild þrumaði boltanum í netið eftir góðan undirbúning Brenna Lovera. Þær höfðu hlutverkaskipti rúmum tveimur mínútum síðar þegar Nild renndi boltanum innfyrir KR vörnina þar sem Brenna var mætt og negldi boltanum í þverslána og inn.

Staðan var 2-0 í hálfleik en KR minnkaði muninn á sjöttu mínútu seinni hálfleiks með laglegu marki. Selfoss lét þetta ekki á sig fá og á 59. mínútu skallaði Barbára Sól Gísladóttir boltann glæsilega í netið eftir hornspyrnu Auðar Helgu Halldórsdóttur.

Lokatölur 3-1 og Selfoss situr nú í 2. sæti deildarinnar með 14 stig, einu stigi á eftir toppliði Vals sem á leik til góða.

Fyrri greinÁlagningarprósentan lækkuð í Hveragerði
Næsta greinÖnnur markaveisla Uppsveita – KFR tók þrjú stig