Glæsileg jólasýning fimleikadeilar Selfoss

Jólasýning fimleikadeildarinnar var glæsileg að vanda. Ljósmynd/Inga Heiða Andreasen Heimisdóttir

Það var mikið um dýrðir í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi síðastliðinn laugardag þegar fimleikadeild UMF Selfoss hélt sína árlegu jólasýningu.

Þemað í ár var Þegar Trölli stal jólunum en þess má geta að það einnig fyrsta þemasýningin deilarinnar árið 2006. Alls voru þrjár sýningar og var fullt hús á þeim öllum. Var það mál manna að sýningin hafi tekist einstaklega vel upp

Jólasýningarnefndin í ár var skipuðu Kristínu Hönnu Jóhannesdóttur, Sesselju Sólveigu Jóhannesdóttur og Unni Þórisdóttur. Allir iðkendur fimleikadeildarinnar taka þátt í sýningunni en þau yngstu eru 3 ára og þau elstu eru 23 ára.

Fimleikadeild Selfoss vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu sýningunni lið þjálfurum, stjórn, foreldrum, fyrirtækjum og öðrum velunnurum og síðast en ekki síst fá börnin þakkir fyrir frábæra frammistöðu.

Inga Heiða Andreasen Heimisdóttir tók meðfylgjandi myndir.

Fyrri greinÁtján útskrifast úr fangavarðanámi