Glæsileg fimleikasýning í Hveragerði

Ljósmynd/Aðsend

Fimleikadeild Hamars í Hveragerði hélt glæsilega sýningu í íþróttahúsinu í Hveragerði síðastliðinn laugardag. Yfirskrift sýningarinnar var Draumaveröld Disney og eins og nafnið gefur til kynna var þema sýningarinnar tengt teiknimyndum.

Þátttakendur klæddust búningum og dönsuðu við lög og stef úr Disneymyndum. Húsfyllir var á sýningunni, sem var öll hin glæsilegasta.

Alls tóku u.þ.b. 150 iðkendur þátt í sýningunni, sem er til marks um öflugt starf fimleikadeildarinnar.

Í lok sýningarinnar var fimleikamaður Hamars krýndur fyrir árið 2019 og var það Natalía Rut Einarsdóttir.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Fimleikamaður Hamars 2019, Natalía Rut Einarsdóttir.
Fyrri greinFjórtán slys án alvarlegra meiðsla
Næsta greinRíkið veitir 5 milljónir í frekari hönnun á menningarsalnum