Glaðbeittir hlauparar í Flóahlaupinu

Glaðbeittir hlauparar við rásmark. Fyrir miðju standa frumkvöðullinn Markús Ívarsson og hlaupadrottningin Fríða Rún. Næst þeim vinstra megin er sigurvegarinn, Ásgeir Daði Þórisson og svo er gamla kempan, Ingvar Garðarsson, þarna hægra megin tilbúinn í slaginn. Ljósmynd/Jón M. Ívarsson

Hið árlega Flóahlaup fór fram þann 11. júní síðastliðinn. Hlaupinu hafði verið frestað í vor vegna kórónuveirufaraldursins.

Alls tóku 56 hlauparar þátt í hlaupinu og voru hlaupnar þrjár vegalengdir, þrír, fimm og tíu kílómetrar.

Kristleifur Heiðar Helgason og Bryndís Eva Óskarsdóttir sigruðu í sigraði í 3 km hlaupi. Kristleifur hljóp á 13:36 mín og Bryndís Eva á 16:37 mín.

Í 5 km hlaupinu komu Ari Hermann Oddsson og Renuka Chareyre fyrst í mark. Ari Hermann hljóp á 18:18 mín og Renuka á 26:49 mín.

Ásgeir Daði Þórisson og Fríða Rún Þórðardóttir sigruðu í 10 km hlaupinu. Ásgeir Daði hljóp á 40:53 mín og Fríða Rún á 44:23 mín.

Ingibjörg Markúsdóttir tímatökumaður og Bryndís Eva Óskarsdóttir, formaður Þjótanda, sem sýndi gott fordæmi og hljóp þrjá kílómetra og var fyrst kvenna í mark. Ljósmynd/Jón M. Ívarsson
Ingvar Garðarsson kemur í mark eftir 10 km en hann var að hlaupa Flóahlaupið í 40. sinn. Ingvar er í góðu formi og var á góðum tíma. Ljósmynd/Jón M. Ívarsson
Frumkvöðullinn Markús skokkaði 3 kílómetra og er þarna við endamarkið ásamt Ægi Magnússyni. Annars var Markús umkringdur fjölskyldu sinni í hlaupinu. Báðir tengdasynir hans hlupu, fjögur systkini voru til aðstoðar, alls staðar vinir og vandamenn. Allir voru glaðir og reifir og hlakka til að mætast í næsta Flóahlaupi. Ljósmynd/Jón M. Ívarsson
Fyrri greinÞakkarorð
Næsta greinLögreglan lýsir eftir Jóni Skúla