„Glaðir að fá 3 stig á erfiðum útivelli“

Hamar vann sterkan sigur á KFR í Suðurlandsslagnum í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Hvolsvelli í kvöld.

Samuel Malson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og tryggði Hamri 0-1 sigur. Hamar fer því á toppinn á riðlunum með 10 stig eftir fjóra leiki en KFR er í 5. sætinu með 3 stig.

„Við skoruðum fallegt mark þar sem boltinn gekk vel á milli manna. Þetta var fínn leikur, við vorum meira með boltann og náðum að skapa færi. Þeir voru sterkir í loftinu en þetta var mikill baráttuleikur og við náðum að halda hreinu. Við erum glaðir að fá 3 stig á erfiðum útivelli,“ sagði Dusan Ivkovic, þjálfari Hamars í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Fyrri greinMikilvægt að Ölfusingar sýni gestum vinskap
Næsta greinGróska í starfi Krabbameinsfélags Árnessýslu