Glæsilegur sigur hjá Símoni Leví

Símon Leví Héðinsson, Golfklúbbi Selfoss, sigraði í flokki 14 ára og yngri á þriðja mótinu á Arion banka mótaröð unglinga á Strandarvelli í dag.

Símon Leví, sem er 14 ára, lék vel báða dagana, fór hringinn í gær á 70 höggum og í dag lék hann á 77 höggum, eða 147 höggum samtals.

Þetta er fyrsti sigur Selfyssings á stigamóti unglinga frá upphafi.

Félagi Símonar úr GOS, Ómar Ingi Magnússon, varð áttundi í sama flokki en Símon og Ómar léku saman í lokahollinu í dag. Ómar lék á 74 höggum í gær og 79 höggum í dag.