Glæsilegur árangur Björgvins Karls

Björgvin Karl, tvítugur Stokkseyringur, og þjálfari hjá Crossfit Hengli í Hveragerði varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í Crossfit sem fram fór um síðustu helgi.

Árangur Björgvins á mótinu vakti sérstaka athygli þar sem aðeins er tæpt ár síðan hann byrjaði að æfa Crossfit.

Crossfit Hengill átti tvo aðra keppendur á mótinu en auk Björgvins kepptu eigendur stöðvarinnar, þeir Heiðar Ingi Heiðarsson og Bjarni Skúlason. Heiðar Ingi lenti í sjöunda sæti og Bjarni í því níunda.

Fyrri greinSelfoss í 8-liða úrslit eftir magnaðan sigur
Næsta greinBókavika framundan