Glæsilegt vallarmet á Kiðjabergi

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergi í White River Midnight mótinu sem fram fór 16. júní.

Birgir Leifur lék á 64 höggum, eða 7 höggum undir pari og bætti gamla metið um 3 högg. Hann tapaði hvergi höggi, fékk 7 fugla og 11 pör.

Fanney María Ágústsdóttir úr GÖ sigraði á mótinu með 39 punkta. Hún fékk 19 punkta á fyrri níu og 20 á þeim seinni og fékk því fyrsta sætið, en Birgir Leifur var líka með 39 punkta – og lækkaði því í forgjöf. Atli Geir Gunnarsson úr GKB var í 3. sæti á 38 punktum.

Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið en það var í boði Polar Beer. Fullt var í mótið, enda var veður með besta móti, logn og blíða. Sólarlagið lét hins vegar ekki á sér kræla vegna þess hve skýjað var.