Glæsilegt HSK mót og góð mæting

Síðastliðinn laugardag var haldið HSK mót yngri flokka í júdó fyrir 6 til 10 ára í íþróttasalnum í gamla Sandvíkurskóla.

Þetta var glæsilegt mót og vel mætt af iðkendum í júdó. Þarna voru margar flottar viðureignir enda efnilegir júdómenn þarna á ferð. Mótið var vel heppnað og gaman að sjá hvað margir foreldrar mættu. Keppt var í þremur þyngarflokkum, -30 kg, -38 kg og +40 kg.

Heildarúrslit og myndir má sjá á heimasíðu HSK, www.hsk.is.

Fyrri greinTímamót í samstarfi sveitarfélaganna
Næsta greinMatsskýrsla um umhverfisáhrif verði endurskoðuð að hluta