Gilbert geislaði gegn þeim gulu

Ahmad Gilbert var maður leiksins. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn unnu mikilvægan sigur á ÍA í 1. karla í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust á Flúðum.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af, Hrunamenn leiddu 44-39 í leikhléi og mættu af krafti inn í seinni hálfleikinn, en Skagamenn voru aldrei langt undan. Í 4. leikhluta höfðu heimamenn hins vegar mjög góð tök á leiknum, bættu jafnt og þétt í forskotið og unnu að lokum öruggan sigur, 94-78.

Ahmad Gilbert var yfirburða maður á vellinum með rosalega þrefalda tvennu; 24 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar.

Staðan í deildinni er þannig að Hrunamenn eru í 7. sæti með 14 stig en ÍA er í 9. sæti með 10 stig.

Hrunamenn-ÍA 94-78 (24-24, 20-15, 21-18, 29-21)
Hrunamenn: Ahmad Gilbert 24/17 fráköst/10 stoðsendingar, Samuel Burt 18/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 12/6 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 11, Eyþór Orri Árnason 9/4 fráköst, Cornel Cioacata 6, Dagur Úlfarsson 6, Yngvi Freyr Óskarsson 6, Hringur Karlsson 2.

Fyrri greinDrekinn verður Menam Dim Sum
Næsta greinGul viðvörun: Stormur og kóf