GHR féll um deild

Sveitakeppni Golfsambands Íslands lauk á sunnudaginn. Sveit Golfklúbbsins Hellu spilaði í 2. deild sem haldin var á Kiðjabergi og þar börðust kylfingarnir við vind, holt og hæðir.

Að lokum fór það svo að GHR féll niður í 3. deild en Hellumenn töpuðu 5-0 í viðureign um 5.-8. sætið gegn heimamönnum í Golfklúbbi Kiðjabergs. GKB hélt því sæti sínu og leikur aftur í 2. deild að ári.

Á meðfylgjandi mynd má sjá sveit GHR ásamt liðstjóra. Talið frá vinstri Gunnar Bragason, Matthías Þorsteinsson, Jóhann Unnsteinsson, Óskar Pálsson, Katrín Björg Aðalbjörnssdóttir (liðstjóri) Erlingur Snær Loftsson, Aðalbjörn Páll Óskarsson, Þórir Bragason og Andri Már Óskarsson.

Fyrri greinAðgengi bætt að heimsfrægum stað
Næsta greinÆgir náði ekki að koma inn marki