„Get ekki annað en hrósað strákunum“

Það var allt lagt í sölurnar í íþróttahúsi Vallaskóla í dag þegar Selfoss tók á móti ÍBV í Suðurlandsslag í Olís-deild karla í handbolta.

„Ég get ekki annað en hrósað strák­un­um. Liðsand­inn og bar­átt­an var góð en það voru auðvitað ein­hver atriði varn­ar­lega sem við þurft­um að gera bet­ur,“ sagði Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, þjálf­ari Sel­foss, eftir leik. „Við vor­um að elta og þetta datt með Eyja­mönn­um í dag. Bæði lið skora yfir 30 mörk og þetta var ör­ugg­lega skemmt­un fyr­ir áhorf­end­ur. Þetta var ágæt­is hand­bolti en við höf­um spilað tölu­vert hraðari leiki til þessa,“ sagði Pat­rek­ur ennfremur.

Eftir mikinn baráttuleik höfðu gestirnir betur, 30-31, en jafnræði var með liðunum allan leikinn og staðan 15-17 í leikhléi.

Teitur Örn Einarsson og Haukur Þrastarson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 5 og nýtti sín færi mjög vel, Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson skoruðu 4 og Atli Ævar Ingólfsson 3. Sverrir Pálsson komst ekki á blað en hann lét vel til sín taka í vörninni.

Helgi Hlynsson varði 11/2 skot í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson 2.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig að loknum átta umferðum.

Fyrri greinGjábakkavegi lokað – Viðvaranir gilda áfram
Næsta greinHellisheiði lokuð vegna umferðarslyss – Búið að opna