Gestirnir unnu öruggan sigur

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Set-höllinni Iðu í kvöld. Framarar unnu nokkuð öruggan sigur, 27-29.

Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínúturnar en í kjölfarið náði Fram fjögurra marka forskoti. Selfoss náði að minnka muninn í 10-11 en Fram tók sprett undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 13-16 í leikhléi.

Fram var lengi með fimm marka forskot í seinni hálfleik en það jókst í átta mörk þegar tíu mínútur voru eftir, 20-28. Selfyssingar voru hins vegar betri á lokasprettinum og náðu að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 6/5 mörk, Eva Lind Tyrfingssóttir, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir og Hulda Hrönn Bragadótti skoruðu 5, Mia Kristin Syverud 4 og Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 9/1 skot í marki Selfoss og var með 26,5% markvörslu.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 2 stig en Fram er í 5. sæti með 7 stig.

Fyrri greinSendi alla launaseðlana mína á Flísabúðina
Næsta greinJonathan Glenn tekur við kvennaliði Selfoss