Gestirnir sterkari í seinni hálfleik

Hamar tapaði 79-94 þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan var 40-42 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum voru Fjölnismenn hins vegar sterkari og unnu sanngjarnan sigur.

Hamar er áfram í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Vestri er einu sæti neðar og á leik til góða.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 32 stig/17 fráköst/3 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 16 stig, Örn Sigurðarson 11 stig/5 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 6 stig/5 fráköst, Oddur Ólafsson 6 stig/5 stolnir, Hilmar Pétursson 4 stig, Kristinn Ólafsson 2 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 2 stig.