Gestirnir sterkari í seinni hálfleik

Hamar í Hveragerði tapaði 53-73 þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 27-27. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og héldu Hamri í 9 stigum í 3. leikhluta. Staðan var 36-50 þegar síðasti fjórðungurinn hófst og þar bættu Grindvíkingar enn við forskot sitt.

Íris Ásgeirsdóttir átti góðan leik fyrir Hamar, skoraði 19 stig og tók 12 fráköst.

Hamar er í botnsæti 1. deildarinnar með 2 stig en Grindavík er í 2. sæti með 14 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 19/12 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11/9 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7, Rannveig Reynisdóttir 5, Vilborg Óttarsdóttir 4, Perla María Karlsdóttir 3, Una Bóel Jónsdóttir 2/6 fráköst, Dagrún Ösp Össurardóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 4 fráköst.

Fyrri greinSigurliðið sigraði að sjálfsögðu á softballmóti Selfoss
Næsta greinKosið í hverfisráð Árborgar