Gestirnir sterkari á lokasprettinum

Rakel Guðjónsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 21-28 þegar Afturelding kom í heimsókn í Hleðsluhöllina í Grill 66 deildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Selfoss náði mest 7-4 forystu en Mosfellingar voru drjúgir á lokakafla fyrri hálfleiks og staðan var orðin 11-13 í leikhléi.

Munurinn hélst svipaður fyrstu tuttugu mínúturnar í seinni hálfleik en á lokakaflanum gerði Afturelding áhlaup og komst fimm mörkum yfir. Selfyssingar náðu ekki að klóra í bakkann þrátt fyrir stórleik Áslaugar Ýrar Bragadóttur í markinu.

Rakel Guðjónsdóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Agnes Sigurðardóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 3 mörk, Ivana Raickovic 2 og þær Inga Sól Björnsdóttir og Lara Zidek skoruðu 1 mark hvor.

Áslaug Ýr varði 18 skot í markinu og var með 40% markvörslu.

Fyrri greinFyrrum markvörður Liverpool til Selfoss
Næsta grein„Náðum að rúlla mannskapnum vel í dag“