Gestirnir skoruðu fimm mörk

Hjörvar Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tapaði í markaleik þegar Snæfell/UDN kom í heimsókn á Hvolsvöll í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gær.

Gestirnir byrjuðu á stórsókn og voru komnir í 0-2 eftir sjö mínútur. Rangæingar tóku þá við sér og Hjörvar Sigurðsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 15. mínútu áður en Ævar Viktorsson jafnaði 2-2 á 25. mínútu.

Skömmu fyrir leikhlé komust gestirnir í 2-3 og þannig var staðan í hálfleik. Snæfell/UDN bætti svo við tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik og þar við sat, lokatölur 2-5.

KFR situr áfram á botni riðilsins með 3 stig og á næst leik á morgun gegn KB á útivelli. Snæfell/UDN er í harðri toppbaráttu og situr í 2. sæti með 25 stig.

Fyrri greinEldur í sumarhúsi í Rangárþingi
Næsta greinBrjálað stuð á Sumar á Selfossi