Gestirnir reyndust sterkari

Mílan fékk Fjölni í heimsókn í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir reyndust sterkari og sigruðu 23-30.

Fjölnismenn voru allsráðandi í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 8-17. Staða heimamanna vænkaðist nokkuð í síðari hálfleik en munurinn varð ekki minni en fimm mörk, 21-26. Fjölnir jók forskotið aftur undir lokin og sigraði með sjö mörkum.

Örn Þrastarson var markahæstur hjá Mílan með 10 mörk, Ársæll Ársælsson skoraði 5, Árni Felix Gíslason 4 og þeir Eyþór Jónsson, Magnús Már Magnússon, Ingvi Tryggvason og Einar Sindri Ólafsson skoruðu allir eitt mark.

Sverrir Andrésson var með 9 skot varin hjá Mílan og 43% markvörslu og Ástgeir Sigmarsson varði 6 skot og var með 26% markvörslu.

Mílan er í 8. sæti deildarinnar með 8 stig.

Fyrri greinGrétar valinn í úrvalsliðið
Næsta greinRangárþing ytra lætur telja ferðamenn