Gestirnir jöfnuðu á lokamínútunni

Alfonso Porras. Ljósmynd/Uppsveitir

Uppsveitir tóku á móti Smára frá Kópavogi í 5. deild karla í knattspyrnu á Laugarvatni í gærkvöldi.

Leikurinn var báðum liðum mikilvægur en þau eru um miðjan riðilinn og stefna á 2. sætið, sem gefur sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Alfonso Porras kom Uppsveitum yfir með góðu marki á 27. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Það stefndi allt í annan sigur Uppsveita í röð, þar til á lokamínútunni að Smáramenn jöfnuðu metin og liðin skildu jöfn, 1-1.

Eftir átta umferðir eru Uppsveitir í 6. sæti A-riðilsins með 10 stig en Smári er í 4. sæti með 12 stig.

Fyrri greinFúskarar ógna starfi faglærðra
Næsta greinMæðginin klúbbmeistarar á Hellu