Gestirnir hirtu stigin

KFR tapaði 0-2 þegar liðið fékk Völsung í heimsókn í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Liðin eru að berjast á sitthvorum endanum á stigatöflunni, Völsungar eiga möguleika á að fylgja Magna upp í 2. deildina en KFR er í bullandi fallbaráttu.

Gestirnir komust yfir snemma leiks og leiddu 0-1 í hálfleik. Annað markið Völsungs kom þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þar við sat.

Eftir leikinn er KFR áfram í 8. sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg stig og Berserkir sem sitja í fallsæti á lakari markatölu. Álftanes er neðst með 6 stig.

Næsti leikur KFR er heimaleikur gegn Einherja næstkomandi sunnudag, en Einherji siglir lygnan sjó um miðja deild.

Fyrri greinHeyfengur með minna móti en góðar horfur í kornrækt
Næsta greinGóð tilfinning að vera komin aftur í heimakirkjuna