Gerðu góða ferð austur á land

Fjórði flokkur KFR ásamt Yngva Karli, þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

KFR strákarnir í 4. flokka karla gerðu góða ferð austur á land um helgina þar sem þeir léku tvo leiki á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

KFR sigraði Fjarðabyggð/Leikni 4-6 í æsispennandi leik á Norðfirði í gær. Í dag sigruðu þeir svo lið Hattar á Egilsstöðum, 2-4.

Liðið er nú í 2. sæti í sínum riðli í C-deildinni. Það eru þeir Yngvi Karl Jónsson og Gunnlaugur Friðberg Margrétarson sem þjálfa þennan efnilega hóp.

Fyrri greinGuðni fékk 90,3% í Suðurkjördæmi
Næsta greinDýrleif Nanna bætti héraðsmet í 1.000 m hlaupi