Gerðu góða ferð til Vestmannaeyja

Stór hópur knattspyrnukvenna í 5. flokki á Selfossi tók þátt á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Mótinu lauk á þjóðhátíðardaginn.

Selfoss sendi þrjú lið til leiks sem samtals voru skipuð 29 leikmönnum. Auk þeirra fylgdi fjöldi foreldra og systkina hópnum og átti góða daga í Eyjum.

Keppni hófst á fimmtudagsmorgni og lauk síðdegis á laugardag en Selfossliðin náðu öll góðum árangri og voru félagi sínu til sóma. Katrín Ágústsdóttir var valin í Pressulið mótsins og skoraði meðal annars eitt mark í 4-0 sigri Pressuliðsins á Landsliðinu.

Þjálfarar Selfoss eru Alfreð Elías Jóhannsson og Magdalena Reimus. Selfoss sendir þrjú lið til leiks á Íslandsmótinu í 5. flokki þetta sumarið, auk þess að fara á Pæjumótið í Vestmannaeyjum og Símamótið í Kópavogi.

Fyrri greinLenti í Ölfusá á flótta undan lögreglunni
Næsta greinBlómstrandi tónleikahald í Skálholti