Gary Martin í Selfoss

Gary Martin. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV. „Gary er markaskorari að af guðs náð og kemur til með að styrkja okkar lið mikið,“ segir í tilkynningu frá Selfoss.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli og fullur tilhlökkunar. Ég þekki Dean þjálfara og ég veit að hann mun ná því besta út úr mér. Það eru spennandi tímar í fótboltanum á Selfossi, liðið er nýkomið upp og er að stefna í rétta átt,“ segir Gary.

„Mér finnst Selfossliðið sjálft spennandi. Leikmennirnir í liðinu eru hæfileikaríkir og það eru margir ungir leikmenn í liðinu sem vilja ná langt,” bætir Gary við.

Gary Martin var samningsbundinn ÍBV þangað til síðastliðinn miðvikudag að knattspyrnuráð ÍBV rifti samningnum vegna agabrots.

Fyrri greinFrestað á Flúðum – Ölfus býður öllum á Þórsleikinn
Næsta greinHamri dæmdur sigur gegn Hrunamönnum