Garpur vann stigabikarinn á héraðsmótinu í borðtennis

Ljósmynd/HSK

Alls voru 100 keppendur frá sex félögum skráðir til leiks á héraðsmót HSK í borðtennis, sem fram fór að Laugalandi sunnudaginn 19. október sl. Mótið hefur einu sinni áður verið haldið á Laugalandi, en það var árið 1988.

Segja má að um 50 ára afmælismót hafi verið að ræða, en fyrsta héraðsmótið var haldið árið 1975. Mótið hefur verið haldið nær árlega síðan.

Á mótinu í ár var keppt í tólf aldursflokkum. Garpur vann stigabikarinn annað árið í röð og í þriðja sinn í sögu mótsins. Dímon sem hefur unnið stigakeppnina oftast allra, eða 20 sinnum, varð í öðru sæti og Selfyssingar urðu svo í þriðja sæti.

Verðlaunahafar í kvennaflokki 40+. Ljósmynd: HSK/Engilbert Olgeirsson
Verðlaunahafar í karlaflokki 40+. Ljósmynd: HSK/Engilbert Olgeirsson

Stigakeppni félaga:
1. Íþr.f. Garpur 90,75 stig
2. Íþr.f. Dímon 64,75 stig
3. Umf. Selfoss 33,5 stig
4. Umf. Stokkseyrar 2 stig
5. Umf. Gnúpverja 0 stig

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software.

Myndir frá mótinu má sjá á Borðtennis.is

Fyrri greinEnn þyngist róðurinn hjá Hamri/Þór
Næsta grein„Þetta er ógeðslega skemmtileg keppni“