Gáfu Mæðrastyrksnefnd hálft tonn af Pepsi

Stuðningsmannasveit knattspyrnuliðs Selfoss, Skjálfti, fékk eitt vörubretti af Pepsi í verðlaun þegar KSÍ valdi hópinn stuðningsmenn ársins á dögunum.

Skjálftastrákarnir ákváðu með það sama að gefa gosið áfram til Mæðrastyrksnefndar. Um var að ræða tæplega 500 lítra af Pepsi sem án efa kemur Mæðrastyrksnefnd vel í úthlutunum sínum.

„Það kom aldrei neitt annað til greina en að gefa þetta til góðs málefnis,“ sagði Ragnar Skjálfti Traustason, í samtali við sunnlenska.is. „Við drekkum líka bara Skjálfta,“ bætti hann við hlæjandi.

Fyrri greinÓþarflega tæpur sigur Hamars
Næsta greinForsala á Hátíð í bæ hefst í dag